Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og Nóbelsverðlaunahafi á sviði umhverfismála, mun flytja fyrirlestur á opnum fundi um umhverfismál að morgni þriðjudagsins 8. apríl  kl. 8:00. Fundurinn er haldinn á vegum Glitnis [ GLB ] og Háskóla Íslands, og verður í Háskólabíói. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, verður fundarstjóri.  Gore verður staddur á Íslandi í tvo daga í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.

Sem áður sagði er fundurinn opinn og hægt er að nálgast miða á heimasíðu Glitnis .