Orka Ventures, dótturfyrirtæki Orka Holding, hefur kynnt fyrirframgreidd Orka Mastercard greiðslukort fyrir íslenskum notendum, en félagið festi í síðustu viku kaup á öllum hlutabréfum Kredia Group Ltd í síðustu viku. Fyrirtækiðstefnir á útgáfu alþjóðlegra greiðslukorta, fyrst í fjórum löndum, en hér á landi mun fyrirtækið starfa undir vörumerkinu NúNú.

„Þetta er stór dagur hjá okkur í Orka. Allir viðskiptavinir okkar geta nú forskáð sig fyrir korti á orkacard.com,” segir Leifur Haraldsson, einn af stærstu eigendum Orka Holding um málið.

Orka kreditkort
Orka kreditkort
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Orka ætlar sér á að byggja upp annarskonar viðskiptamódel en verið hefur hjá félaginu undanfarin ár að sögn Leifs. Orka Holding stefnir á útgáfu alþjóðlegra greiðslukorta með betri virkni og minni tilkostnaði en aðrir útgefendur korta almennt bjóða. Orka mun starfa í fjórum löndum til að byrja með en ætlunin er að bjóða þjónustu fyrirtækisins um alla Evrópu.

Vefsíðan orkacard.com er nú opin öllum til forskráningar að Orka korti. Umsækjendur munu svo fá upplýsingar um nýja möguleika sem ný greiðslukortaþjónusta Orka mun bjóða upp á.

„Til viðbótar þekktum möguleikum hefðbundinna plast greiðslukorta mun Orka bjóða upp á fjölgjaldmiðla möguleika án viðbótarkostnaðar og þægilegt smáforrit sem verður aðgengilegt í farsímum til að halda utan um persónuleg fjármál viðskiptavina. Við erum mjög spennt fyrir því að bjóða þessa og fleiri möguleika fyrir umsækjendur okkar á næstu vikum. Við erum búin að opna fyrir skráningu á öllum Norðurlöndunum og nú þegar hafa hátt í 2000 aðilar skráð sig fyrir korti á Íslandi. Það er því um að gera að skrá sig fyrir korti,“ bætir Leifur við.

Eftir kaup Orka Holding á öllum hlutabréfum Kredia Group Ltd í síðustu viku mun Orka ætla sér á að byggja upp annarskonar viðskiptamódel en verið hefur hjá félaginu undanfarin ár að sögn Leifs. Orka Holding stefnir á útgáfu alþjóðlegra greiðslukorta með betri virkni og minni tilkostnaði en aðrir útgefendur korta almennt bjóða. Orka mun starfa í fjórum löndum til að byrja með en ætlunin er að bjóða þjónustu fyrirtækisins um alla Evrópu.

„Hér á Íslandi mun Orka starfa undir vörumerkinu NúNú og bjóða upp á hagkvæma fjármögnun á sanngjarnan, einfaldan og þægilegan hátt,“ segir Leifur um fyrirætlanir fyrirtækisins á íslenskum markaði.

Til að styðja við hraðari viðskiptaþróun NúNú og Orka hefur Orka Holding fest kaup á öllum hlutabréfum Kredia Group Ltd.

„Ég var einn af stofnendum Kredia á sínum tíma en sagði skilið við félagið í árslok 2013. Ég þekki því ágætlega til fyrirtækisins en við ætlum að byggja á öðru viðskiptamódeli. Undanfarin ár hefur viðskiptamótel Kredia Group Ltd. verið á skjön við flest okkar samfélagslegu gildi, hinsvegar er viðskiptavinahópur Kredia Group mjög stór og hefur töluverða reynslu af því að nýta sér fjártækni í skammtímafjármögnun,“ segir Leifur.

Það er áhugavert fyrir fyrirtæki eins og Orka og NúNú sem einblína á fjártækni og smellpassar því fyrir plön okkar um útgáfu kreditkorta og einfalda og þægilega fjártækniþjónustu fyrir einstaklinga. Við munum ekki bjóða smálán heldur stunda samkeppni við fjármálastofnanir landsins með betri lausnum sem bjóða upp á meiri einfaldleika og þægindi fyrir viðskiptavini.

Þetta gefur okkur tækifæri að byggja upp gott langtímasamband við okkar viðskiptavini. Við höfum lengi verið að undirbúa evrópskt fjártæknifyrirtæki sem auðveldar fólki lífið með t.d. rafrænum kortum sem bjóða upp á fjölda gjaldmiðla og minni tilkostnaði, allt niður í frí kortagjöld. Einnig stefnum við á útgáfu alþjóðlegra greiðslukorta með betri virkni og minni tilkostnaði en bankarnir almennt bjóða.“