Flutningaskipið Akrafell strandaði undan Vattarnesi að morgni laugardags og liggur nú við bryggju á Eskifirði. Upphaflega átti að flytja það til hafnar í Reyðarfirði sem skilgreind er sem neyðarhöfn en Landhelgisgæslan mat aðstæður þannig að betra væri að fara með það inn á Eskifjörð.

Í samtali við Morgunblaðið og Fréttablaðið segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, að ástæður strandsins séu enn óljósar og að áhöfn skipsins hafi ekki verið tilkynnt um nein vandræði áður en skipið silgdi í strand. Nú sé góð aðstaða til að meta tjónið og næstu skref en sem stendur er tjónið vegna slyssins enn óljóst að sögn Pálmars.