*

föstudagur, 19. júlí 2019
Erlent 26. apríl 2017 21:00

Óttast aukinn halla

Hagfræðingar óttast að skattastefna Trumps muni ýta undir viðskiptahalla í Bandaríkjunum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Hagfræðingar óttast nú að ný skattastefna Donald Trumps muni ýta verulega undir viðskiptahalla á næstu árum.

Stefnt er að því að lækka fyrirtækjaskatt úr 35% niður í 15%. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Steven Mnuchin, segir nýju lögin aftur á móti ýta undir vöxt.

Mnuchin og Gary Cohn, yfir efnahagsráðgjafi Trumps, segja að um mestu skattalækkun sögunnar sé að ræða.

Líklegt þykir að hugmyndir Trump teymisins muni finna fyrir mikilli mótspyrnu.

Skattalögin eiga þó að skapa hvata fyrir Bandarísk fyrirtæki til þess að koma með fjármagn til Bandaríkjanna.

Auk þess á að einfalda skattaskil og að skapa skattaafslætti fyrir fjölskyldur.

Stikkorð: Bandaríkin Trump Skattar Bandaríkin