Vafi er á að sala N1 á fasteigninni að Ægissíðu 102 gangi eftir, að því er fram kom í máli Eggerts Benedikts Guðmundssonar, forstjóra N1 á uppgjörsfundi í morgun.

Í maí tók félagið kauptilboði í fasteignina og var áætlað að starfsemi að Ægissíðu yrði hætt á haustmánuðum.

Eggert Þór Kristófersson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, sagði að ekki hefði verið gert ráð fyrir sölunni í árshlutareikningum og því myndi það ekki hafa nein áhrif á afkomuspá fyrirtækisins þótt salan gangi ekki eftir.