Persónuvernd hefur gefið út starfsleyfi vegna lokanaskrár til handa bönkum og sparisjóðum, en síðustu tvö ár hafa þeir starfað samkvæmt bráðabirgðaleyfi.

Lokanaskrá er sameiginleg skrá sem allir bankar og sparisjóðir hafa aðgang að og er þeim heimilt að skrá þar þá einstaklinga/lögaðila sem bankar og sparisjóðir hafa lokað reikningi hjá vegna vanskila. Ef umsækjandi er á þeirri skrá er ólíklegt að hann geti opnað reikning í öðrum banka eða sparisjóði.

Heildarfjöldi einstaklinga og lögaðila á lokanaskrá banka og sparisjóða er nú 656, þar af bættust við á seinasta ári 460 einstaklingar og lögaðilar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .