Sérfræðingar reikna með því að Seðlabanki Evrópu muni halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 3,25%, en bankinn mun tilkynna ákvörðun sína í dag.

Hins vegar búast markaðsaðilar við því að Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri muni gefa til kynna í rökstuðningi sínum að stýrivextir verði hækkaðir í desember

Seðlabanki Íslands mun birta vaxtaákvörðun sína í dag klukkan níu, og reikna innlendir greiningaraðilar með því að bankinn muni ekki hækka stýrivexti frekar.