Fyrrverandi afgreiðslustúlka á McDonalds veitingastað í Wales hefur fengið greiddar bætur upp á 3.000 pund, andvirði um 620.000 íslenskra króna, vegna uppsagnar frá fyrirtækinu.

Sarah Finch var rekin fyrir „alvarleg brot í starfi“ sem fólust í því að hún lét samstarfsmann sinn fá of mikið af súkkulaðikurli á McFlurry ís, sem hann hafði keypt sér.

Finch kærði fyrirtækið Lonetree, sem rekur nokkra McDonalds staði í Bretlandi til gerðardóms, en sátt náðist í málinu.