Á árinu 2009 hækkuðu rekstrargjöld Auðar Capital um rúmlega 60% frá fyrra ári. Í ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár kemur fram að rekstrargjöld hafi numið um 500 milljónum króna á árinu, samanborið við um 310 milljónir króna árið áður.

Á milli áranna jukust umsvif Auðar töluvert og starfsmönnum fjölgaði. Að meðaltali voru starfsmenn tæplega 14 á árinu 2008 en um 25 í fyrra. Verðmæti eigna í stýringu Auðar jukust um nærri 7 milljarða króna á milli áranna og námu eignir í stýringu í lok árs tæpum 18 milljörðum króna.

Eignir í stýringu félagsins eru ekki taldar á efnahagsreikningi þess. Eignir Auðar breyttust lítillega á milli ára og nema um 1,2 milljörðum króna.