Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var samþykkt tillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að veita tíu góðgerðarsamtökum styrki „í tilefni jóla". Styrkirnir verða veittir af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar

Fimm samtök fá 900 þúsunda króna styrk hvert. Þau eru: Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp-félagasamtök, Rauði kross Íslands og Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur.

Fimm samtök fá síðan 700 þúsund króna styrk hvert. Þau eru: Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Akraness og Hjálpræðisherinn á Íslandi.