Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, oft kallaður „Dr. Doom“, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa varað við efnahagskreppunni á árum áður telur að búast megi við hruni á hlutabréfamörkuðum. Þetta gæti gerst á næstu tveimur árum þó svo að ekki sé enn merki um bólu á hlutabréfamarkaði. Fjallað er um málið vef Market Watch.

Roubini er sagður hafa látið þessi ummæli falla á ráðstefnu í Las Vegas á þriðjudag. Hann benti á að það væri stórt bil á milli þeirra stemmningar sem ríkti á Wall Street og þeirrar sem ríkir á meðal almennings sem oft er kallað „Main Street“ vestanhafs til aðgreiningar frá þeim sem hrærast í heimi verðbréfaviðskipta. Roubini sagði hagkerfi Bandaríkjanna að mörgu leyti veikt.