Ttekjur Kauphallarinnar af viðskiptum í Kauphöll eru rúmlega tvöfalt hærri en tíðkast í Nasdaq kauphöllum í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Hér á landi eru þær 0,0057% af markaðsvirði viðskipta en eru 0,0023% í öðrum löndum. Kauphöllin hér hefur verið gagnrýnd fyrir þennan mikla mun, sérstaklega frá fjármálafyrirtækjum. Einnig hefur verið uppi gagnrýni að Kauphöllin veiti viðskiptavinum og stærri aðilum ekki afslátt fyrir að mynda markaðinn. Slíkt tíðkist víða annars staðar þar sem verðskrár eru margskiptar til að gæta sanngirnis.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir þennan mun á verðskrá helgast af stærð markaðarins. „Ef við berum það saman við gjöld bankanna þá erum við að koma hlutfallslega vel út. Í verðbréfaviðskiptum bankanna er algengt að gjöldin séu í kringum 1% en erlendis eru þessi gjöld mun lægri. Við getum hins vegar nýtt stærðarhagkvæmnina af því að vera í Nasdaq þó það fylgi því alltaf fastur kostnaður af því að reka lítinn markað. Einnig má líta á gjöld Kauphallarinnar í því samhengi að þau eru rétt hálft prósent af þeim viðskiptagjöldum sem viðskiptavinurinn er að borga fyrir viðskipti á markaði sem er mjög lágt hlutfall.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .