Rússar ganga í gegnum kreppu núna vegna tjónsins sem ríkið verður fyrir af Úkraínudeilunni. Þetta segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. AGS segir að 100 milljarðar muni hverfa úr landinu á þessu ári.

Antonio Spilimbergo sendifulltrúi AGS í Moskvu segir að þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi hafi skaðleg áhrif á hagkerfið og ógni fjárfestingu þar.

Samdráttur varð í Rússlandi á fyrstu þremur mánuðum ársins, en Spilimbergo segir að sá samdráttur muni halda áfram.