85 milljóna króna tap var á rekstri Ríkisútvarpsins á rekstrarárinu 1. september 2011 til 31. ágúst 2012 miðað við 16 milljóna króna hagnað í fyrra. Fram kemur í tilkynningu að þetta sé í samræmi við áætlanir félagsins.

Eignir félagsins nema 5,6 milljörðum króna, bókfært eigið fé í lok reikningstímabilsins er um 651 milljón króna og eiginfjárhlutfall félagsins er 11,7%.

Rekstrartekjur félagsins voru 5,3 milljarðar en dagskrár- og framleiðslukostnaður nam tæpum 4 milljörðum. Um 270 milljónir voru greiddar í fjármagnsgjöld.