Finnska fjármálafyrirtækið Sampo, sem er að stærstum hluta í eigu Exista, hefur farið fram á það við sænska fjármálaeftirlitið að það veiti félaginu leyfi til þess að fara með meira en 10% hlut í Nordea, stærsta fjármálafyrirtæki Norðurlanda.

Í Hálffimm fréttum Kaupþings segir að Sampo, sem átti 9,36% hlut í Nordea þann 14. desember, hafi verið að auka hlut sinn jafnt og þétt á undanförnum mánuðum og er næststærsti hluthafinn á eftir sænska ríkinu.

Um þriggja prósenta lækkun varð á bréfum í Sampo í dag en Nordea lækkaði lítillega.