Samkomulag hefur náðst milli Samskipa og norska skipafélagsins Tschudi Shipping Company AS um kaup norska félagsins á helmingshlut Samskipa í eistneska skipafélaginu Teco Lines AS. Kaupverðið er trúnaðarmál segir í tilkynningu félagsins.

Teco hefur verið í sameiginlegri eigu Samskipa og Tschudi Shipping Company sl. þrjú ár og er það niðurstaða eigendanna að áframhaldandi þróun og rekstur félagsins sé betur kominn undir stjórn eins eiganda. Í framhaldi af því náðist samkomulag um að norska félagið keypti hlut Samskipa í Teco.

Þrátt fyrir eigendaskiptin mun Teco halda áfram samstarfi við Samskip samkvæmt þeim viðskiptasamningum sem eru fyrirliggjandi segir í tilkynningunni.