Samstarfsviðræður á milli Norrænu kauphallarinnar OMX og Kauphallar Íslands hafa gengið samkvæmt áætlun og má vænta niðurstöðu á næstu vikum, sagði framkvæmdarstjóri Kauphallar Íslands, Þórður Friðjónsson í viðtali við Dow Jones fréttastofuna.

Þórður segir að samstarfsviðræðurnar hafi gengið vandræðalaust og bjóst við að ákvörðun yrði tekin á næstu vikum, en aldrei síðar en í lok október.

Þórður segir einnig að ef af samruna milli OMX og ICEX verði muni hann styðja frekari samruna OMX við stærri kauphallir.