Seðlabankastjóri Bretlands, Mark Carney, sagði í ræðu í gær að hætta væri á því að einstaklingar snúið baki við hinn frjálsa markað ef ekkert er gert til þess að aðstoða þeim sem að verst hafa komið út úr efnahagsþrengingum síðustu ára. Þetta kemur fram í frétt BBC .

„Fólk tengir alþjóðavæðingu við lág laun, ónóga atvinnu, risastór alþjóðleg fyrirtæki og ójöfnuð,“ sagði Carney meðal annars á fundi sem haldinn var í háskóla í Liverpool-borg. Hann tók einnig fram að í sumum ríkjum þar sem efnahagurinn væri orðinn þróaður fyrirfinnist „gífurlegur ójöfnuður.“

Carney taldi það jafnframt mikilvægt að stjórnmálamenn og starfsmenn seðlabanka um heim allan ættu að sjá til þess að fólk missti ekki trúnna á það kerfi sem við búum við. „Að snúa baki við hinum frjálsa markaði væri hörmung, en það er möguleiki að slíkt gæti gerst,“ tók hann fram. Eina leiðin að mati Carney til að koma í veg fyrir slíka hörmung væri að takast á við undirliggjandi ástæður vandamálanna.