Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, telur að Sigmundur Davíð skaði ímynd Framsóknarflokksins. Hann tekur einnig fram að enginn sé stærri en flokkinn. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

Guðni segir einnig að traust til stjórnmálamanni skipti sköpum og að almenningur verði því að geta treyst þingmönnum og ráðherrum. Þó telur hann að pólitíkin sé ekki alltaf sanngjörn í garð stjórnmálamanna.

Hann hrósar einnig Sigurði Inga hástert og telur hann að það hafi verið farsælt fyrir hina íslensku þjóð að hafa fengið inn mann sem sætti öfl og stilli til friðar.

Telur Guðni mikilvægt að Framsókn fái til liðs við sig óumdeildan formann sem getur fari fyrir flokknum með þau málefni sem eru mikilvæg.

Haft er eftir honum að gott væri fyrir flokkinn að hafa aðila sem að er samstaða um. Hann segir að Sigurður Ingi hafi sýnt fram á það að hann sé góður skipstjóri og að hann hafi staðið sig vel sem forsætisráðherra. Tekur Guðni þó fram að það sé flokksmanna að ákveða hvaða kostur sé bestur.