Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza flokksins í Grikklandi segir flokkinn hafa nú skýrt umboð stjórnenda eftir að hafa unnið aðrar kosningar, aðeins níu mánuðum eftir að flokkurinn komst fyrsts til valda eftir kosningarnar í janúar.

Syriza hlaut 35% greiddra atkvæða á meðan helsti keppinauturinn, Nýtt lýðræði, hlaut 28%. Syriza mun mynda samsteypustjórn með flokknum Sjálfstæðum Grikkjum.

Öfgaflokkurinn Gullin dögun bætti við sig fylgi frá kosningunum í janúar og fór úr 6,3% fylgi í 7,0% nú. Er hann þriðji stærsti flokkur Grikklands.

Eftir að stjórn Tsipras samþykkti skilyrði ESB fyrir nýjuneyðarláni klufu nokkrir þingmenn sig úr flokknum og buðu fram á eigin vegum, en flokkur þeirra hlaut ekki nægt kjörfylgi til að koma manni á þing.