Íslenski lífeyrissjóðurinn á engin skuldabréf á Straumi, eingöngu innlán sem eru tryggð skv. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þessi innlán eru einungis um 0,5% af eignum sjóðsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lífeyrissjóðnum í dag.

Þar kemur þó fram að Íslenski lífeyrissjóðurinn á hlutabréf í Straumi í gegnum LÍF I, en sú eign nemur 0,038% af eignum LÍF I, sem er óverulegt.

„Yfirtaka FME á Straumi-Burðarási hefur því lítil sem engin áhrif á Íslenska lífeyrissjóðinn,“ segir í tilkynningunni.