*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 13. september 2019 16:38

Seldu fyrir tæpar 200 milljónir

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson hafa selt hluti í Kviku.

Ritstjórn
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir er eiginkona Guðmundar Arnars Þórðarsonar, stjórnarmann Kviku banka.

Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, stjórnarmaður í Kviku, hafa selt hlut í Kviku fyrir um 192 milljónir króna. Félagið Hedda, sem er þeirra hjóna, seldi rúmlega 10 milljón hluta og félagið K2B sem er í eigu fyrrnefnds félags seldi um 8,5 milljón hluta.

Allir hlutarnir fóru á verðinu 10,22 og nam því heildarsalan um 192 milljónir króna. Þetta kemur fram í  tilkynningu til Kauphallarinnar. Eftir viðskiptin á félagið K2B 133,5 milljón hluta sem er á núverandi gengi að andvirði rúmlega 1,3 milljarða króna en Hedda ehf. hefur selt alla sína hluta.