Að sögn Gunnars H. Sigurðssonar, forstjóra Sementsverksmiðjunnar, endurspeglast almennt efnahagsástand í landinu í sementssölu.  Vegna minnkandi sölu nú hefur verið ákveðið að stöðva framleiðslu í  verksmiðjunni í tvo mánuði, frá 10. janúar til 10. mars en á meðan verður unnið að viðhaldsverkefnum.

Sementssalan hjá Sementsverksmiðunni á Akranesi á síðasta ári var í góðu meðallagi, eða um 120 þúsund tonn. Þetta er þó talsvert minna en árið 2007, en þá nam sementssalan rúmlega 150 þúsund tonnum sem var met. Þessi munur skýrist fyrst og fremst af verklokum umfangsmikilla framkvæmda m.a. við Kárahnjúka.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.