Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur til Íslands í kvöld vegna fimmtu endurskoðunar sjóðsins á efnahagsáætluninni, að því er kemur fram á Vísi.is . Búist er við að hún fari af landi brott þann 5 maí. Fundir nefndarinnar hefjast á morgun.

Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS, sagði í samtali við Reuters í gær að ýmis merki bendi til bata í íslensku efnahagslífi. Benti hún meðal annars á að skuldatryggingarálag hafi haldist nokkuð stöðugt og að Moody's matsfyrirtæki hafi ekki breytt lánshæfiseinkkunn ríkissjóðs. Hún sagði þó að AGS fylgist grannt með.