*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Erlent 12. apríl 2019 19:07

Setja á fót nýja streymiþjónustu

Disney hefur greint frá því að fyrirtækið sé að setja á fót streymiþjónustuna Disney+.

Ritstjórn
Bob Iger ásamt félaga sínum Mikka mús.
Aðsend mynd

Disney hefur greint frá því að fyrirtækið sé að setja á fót streymiþjónustuna Disney+, en hennar er þó ekki að vænta fyrr en í nóvember í Norður-Ameríku. Enn lengra er þar til að streymiþjónustan ratar inn á aðra markaði, að því er BBC greinir frá.

Margir þættir valda þessari töf, en að mestu er hún tilkomin vegna þess að fyrirtækið er enn að bíða þess að sýningarleyfi annarra steymiþjónusta á efni fyrirtækisins renni út.

Það eru enn allt að fjögur ár þar til samningar Disney við aðrar steymiþjónustur rennur út og talið er að þessi bið gæti haft áhrif á velgengni fyrirtækisins á streymiþjónustumarkaðnum, en sá markaður er sagður helsta forgangsefni forstjórans Bob Iger.  

Stikkorð: Disney
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is