Jón Karl Ólafsson, forstjóri Prima Air og fyrrv. forstjóri Icelandair Group, mun skipa 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Viðskiptablaðið greindi frá því fyrir tveimur vikum að Jón Karl hygðist taka sæti á lista flokksins. Haldi flokkurinn sama fylgi í kosningunum og hann hefur nú mun Jón Karl þannig verða varaborgarfulltrúi

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, mun skipa fyrsta sæti listans og Júlíus Vífill Ingvarsson annað sæti. Röðum frambjóðenda er óbreytt í 11 efstu sætum miðað við nýliðið prófkjör flokksins. Nokkur breyting hefur þó verið á sætunum þar fyrir neðan en enginn þeirra aðila sem lentu neðar í prófkjörinu eru á lista flokksins.

Í 13. sæti Rúna Malmquist, viðskiptafræðingur og í 14. sæti er Árni Helgason, lögmaður og formaður Heimdallar. Heiðurssæti listans skipar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrv. borgarstjóri.

Listinn er annars þannig skipaður:

  1. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri
  2. Júlíus Vífill Ingvason, borgarfulltrúi
  3. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
  4. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi
  5. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi
  6. Geir Sveinsson, framkvæmdastjóri
  7. Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri
  8. Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi og hjúkrunarfræðingur
  9. Hildur Sverrisdóttir, lögfræðingur
  10. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi og kennari
  11. Björn Gíslason, slökkviliðsmaður
  12. Jón Karl Ólafsson, forstjóri
  13. Rúna Malmquist, viðskiptafræðingur
  14. Árni Helgason, lögmaður og formaður Heimdallar
  15. Sveinn H Skúlason, framkvæmdastjóri
  16. Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri hjá SKÝRR
  17. Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna
  18. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og kennari við Háskólann í Reykjavík
  19. Jarþrúður Ásmundsdóttir, sérfræðingur
  20. Þorbjörn Jensson, rafvirki
  21. Magnús Júlíusson, verkfræðinemi
  22. Nanna Kristín Tryggvadóttir, háskólanemi
  23. Helga Steffensen, brúðuleikhússtjóri
  24. Sindri Ástmarsson, útvarpsmaður og nemi
  25. Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, sérkennari
  26. Brynhildur Andersen, húsmóðir
  27. Margrét Kr. Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur og fjármálastjóri mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
  28. Sigurbjörn Magnússon, hæstaréttalögmaður
  29. Unnur Arngrímsdóttir, danskennari
  30. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar