*

sunnudagur, 23. janúar 2022
Fólk 28. september 2020 09:29

Sjóvá ráða Jóhann sem markaðsstjóra

Jóhann Þórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Sjóvá. Hefur starfað hjá félaginu frá 2019 en var áður hjá Wedo og Dohop.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Jóhann Þórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri hjá Sjóvá, en hann hefur starfað sem vefstjóri og sérfræðingur í stafrænum miðlum í markaðsdeild Sjóvá frá ársbyrjun 2019. 

Áður var hann markaðsstjóri Dohop frá 2014-2017, markaðsstjóri Wedo (Heimkaup, Hópkaup og Bland.is) 2017-2018. Jóhann er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í lífupplýsingafræði frá Royal Holloway, University of London.

„Ég er mjög spenntur fyrir verkefnunum framundan. Sjóvá hefur náð að skera sig úr á tryggingamarkaði með framúrskarandi þjónustu, eins og til dæmis með niðurfellingu ökutækjatrygginga einstaklinga í maímánuði. Ég hlakka til að byggja ofan á þá góðu vegferð sem við höfum verið á með þeim öfluga hópi sem starfar hjá fyrirtækinu“, segir Jóhann Þórsson.

Jóhann er kvæntur Heiði Hrund Jónsdóttur, félagsfræðingi við HÍ og saman eiga þau tvö börn.

„Jóhann kemur til okkar með dýrmæta þekkingu sem mun nýtast vel við að kynna og þróa okkar þjónustu í takt við þarfir viðskiptavina, sama hvort um er að ræða stafrænar lausnir eða aðra þjónustu sem við bjóðum upp á“, segir Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar hjá Sjóvá.