*

laugardagur, 18. janúar 2020
Erlent 8. desember 2017 10:49

Skilnaðarpappírarnir tilbúnir

Samkomulag náðist um aðskilnað Bretlands og ESB og viðræður geta hafist um viðskiptasamband eftir Brexit.

Ritstjórn
epa

Bretland og Evrópusambandið hafa náð samkomulagi um aðskilnaðinn sem ryður um leið brautina að samningaviðræðum um hvernig viðskiptum milli ríkja sambandins og Bretlands verður háttað til framíðar. Frá þessu er greint á vef The Wall Street Journal.

Þetta tilkynntu þau Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nú í morgun. Juncker sagði að samningateymi framkvæmdastjórnarinnar myndi formlega mæla með því að leiðtogar Evrópusambandsríkjanna samþykki að fara í næsta fasa samningaviðræðnanna.

Um voru að ræða þrjú megin ásteitingssteina sem náðist að lokum samkomulag um. Þau voru uppgjör Bretlands við Evrópusambandið, réttindi borgara ríkja Evrópusambandsins í Bretlandi og hvernig landamærum yrði háttað í Írlandi en hið síðastnefnda reyndist jafnframt þyngsta ágreiningsmálið.

Í samkomulaginu segir að Bretar muni tryggja landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands haldist opin og regluverk á Bretlandi verði nógu líkt regluverki Evrópusambandins svo það sé mögulegt.