Skrifað verður undir lánasamninga við Noreg, Svíþjóð, Danmörku og Finnland í Stokkhólmi á morgun. Heildarlánið til Íslendinga hljóðar upp á um 2,5 milljarða Bandaríkjadollara.

Greiðslurnar til Íslendinga verða inntar af hendi í áföngum og í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF).

Lán Norðurlandanna eru hluti af áætlun IMF og íslenskra stjórnvalda. Samkvæmt þeirri áætlun fékk Ísland fyrirheit um 2,1 milljarða dollara lán frá IMF og á sama tíma fyrirheit um viðbótarlán, allt að þremur milljörðum dollara, frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Rússlandi og Póllandi.

Ekki hefur þó enn náðst samkomulag við Rússa og  Pólverja um lán.

Jón Sigurðsson, er formaður samninganefndar Íslands gagnvart Norðurlöndunum.