Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segir að hægt væri að afnema fjármagnshöft í apríl. Þetta sagði hann í samtali við Bloomberg fréttaveituna.

Ef hægt er að stilla væntingum allra aðila í hóf, þá væri hægt að leysa þessi vandamál á einu ári, hugsanlega á sex til níu mánuðum,“ segir Bjarni í samtali við Bloomberg í Lúxemborg.

Þá sagði Bjarni líka að honum þætti ólíklegt að einhverjar endanlegar ákvarðanir yrðu teknar um skuldaniðurfellingar heimila fyrir lok árs. Forsætisráðuneytið hefur boðað að tillögur sérfræðingahóps undir forystu Sigurðar Hannessonar myndi skila tillögum sínum um skuldaniðurfellingar um miðjan nóvember.