Fimm fasteignir voru seldar út úr dótturfélagi Sunds/ IceCapital í lok árs 2008 til félags í eigu Páls Þórs Magnússonar. Skuldir dótturfélagsins, Ice Properties ehf. voru færðar inn í ógjaldfært móðurfélagið. Lánadrottinn var VBS fjárfestingarbanki en Páll Magnússon var stjórnarformaður bankans þegar lánið var veitt.

Fasteignirnar sem um ræðir eru Austurstræti 20 (Hressingarskálinn), 6. og 7. hæð í Kringlunni 4-6 og tvær fasteignir við Digranesveg í Kópavogi.

Slitastjórn VBS vill meina að undirskriftarreglum VBS hafi ekki verið fylgt með tilfærslu lánsins, en Jón Þórisson, þáverandi forstjóri VBS, skrifaði einn undir hana.

Slitastjórn bankans sendi forsvarsmönnum Sunds/IceCapital bréf í ágúst síðastliðnum þar sem þeim var tilkynnt að hún hyggist rifta eða ógilda þessa gjörninga.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðins. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .