Í ræðu sinni á World Economic Forum sem nú stendur yfir í Davos þá fór hinn þekkti fjárfestir George Soros yfir það hvernig heimurinn hafi ekki skilning á virkni fjármálamarkaða. Fjallað er um málið á vef BBC.

Soros sagði meðal annars að Þýskaland gengi úr takti við restina af heiminum þegar kæmi að evrukrisunni og að hætta væri á lánsfjárbólu. Athygli vakti að Soros kom einnig inn á að hann telur heiminn ekki hafa almennilegan skilning á hvernig fjármálamarkaðir virka. Meðal annars sagði hann að búið sé að finna upp afleiður sem ekki er að fullu vitað hvaða áhrif hafa á markaði.

Þegar kom að núverandi vanda á fjármálamarkaði sagði Soros aðgerðir stjórnvalda til að auka peningamagn í umferð verið jákvæðar og stuðlað að stöðugleika á mörkuðum. Nú þurfi hins vegar að að koma hagkerfinu aftur í hagvaxtarfasa.