Warren Buffet, eða "Spámaðurinn frá Omaha" eins og hann er stundum kallaður, telur hlutabréfamarkaðinn í Suður-Kóreu vera ákjósanlegan fjárfestingakost samanborið við aðra markaði í heiminum um þessar mundir. Í frétt International Herald Tribune er haft eftir Buffet að suður-kóresk hlutabréf séu tiltölulega ódýr í verði og horfur á markaðnum næstu tíu árin eru mjög góðar að hans mati.

Nánar um spádóm Buffet í Viðskiptablaðinu.