Stefán Hjörleifsson, stofnandi tónlistarveitunnar Tónlist.is og gítarleikari hljómsveitarinnar Ný Dönsk, hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra efnisveitunnar D3. Eins og VB.is greindi frá fyrr í dag var Engilbert Hafsteinsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra D3, verið ráðinn sölustjóri hliðartekna hjá WOW air. Tónlist.is og D3 eru bæði í eigu Senu. Önnur fyrirtæki undir hatti Senu eru m.a. Háskólabíó, Borgarbíó og Smárabíó.

Fleiri breytingar en tímabundnar þó hafa orðið hjá Senu, móðurfélagi D3 auk brotthvarfs Engilberts.

Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu verður frá af heilsufarsástæðum fram í miðjan nóvember. Jón Diðrik Jónsson, starfandi stjórnarformaður Senu, hefur leyst hann af hólmi á meðan í samvinnu við aðra stjórnendur Senu, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.