Ef tekið er mið af kjörsókn klukkan átta, þá stefnir í að kjörsókn verði sú versta í sögu íslenska lýðveldisins. Kjörsóknin er þó svipuð eða minni en árið 2013. Frá þessu er greint í frétt á vef Ríkisútvarpsins .

Klukkan átta höfðu 60,98% af þeim sem eru á kjörskrá í Reykjavík kosið — eða 55.910. Á sama tíma árið 2013 höfðu 55.141 manns hafa kosið í Reykjavík. Kjörsókn í prósentum er svipuð því og árið 2013 í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.

Í Suðvesturkjördæmi var kjörsókn klukkan 8, 62,7% og þá höfðu 42.772 kosið. Þetta er minna en í kosningunum 2013, en þá höfðu 64,2% kosið.

Í Suðurkjördæmi höfðu 62,03% kosið klukkan átta, sem er þremur prósentum minna en árið 2013.

Ekki hefur verið tekið saman tölur í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.