Óþol Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna gagnvar getuleysi stjórnvalda til að takast á við fjármálakreppuna fer sífell vaxandi.

Þetta kemur fram í samtali Steingríms við Dow Jones fréttaveituna en þar kallar Steingrímur eftir því að kosningar verði haldnar innan fárra mánaða.

Steingrímur segir að nauðsynlegt sé að kjósa til að „endurreisa traust almennings á stjórnvöldum,“ eins og það er orðað í frétt Dow Jones.

Þá segir Steingrímur að stjórnarandstaðan hafi forðast það að hefja pólitískar þrætur og árásir vegna þess hve alvarlegt ástandi sé um þessar mundir.

„En gagnrýni okkar á ríkisstjórnina verður þungbærari með hverjum deginum, ekki bara vegna þess að þeir og þeirra stefnur hafa búið til þessar aðstæður, heldur einnig vegna þess að okkur finnst þeir hafa staðið sig illa í viðureigninni við kreppuna,“ segir Steingrímur í samtali við Dow Jones og gagnrýnir einnig skort á upplýsingaflæði frá ríkisstjórninni.

„Krafa okkar er sú að fram fari kosningar um leið og aðstæður gefa tilefni til,“segir Steingrímur.

„Annars munum við aldrei byggja upp traust í þjóðfélaginu milli stjórnmálamanna og almennings.“