Fjármálaeftirlitiðfjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitiðfjármálaeftirlitið
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Í byrjun júlí eru liðnir 12 mánuðir frá því að Straumur sótti formlega um fjárfestingarbankaleyfi til Fjármálaeftirlitsins. Stefán Broddi Guðjónsson, talsmaður Straums, segir Straum vera að vinna í því að undirbúa starfsemi Straums sem fjárfestingarbanka og gott samstarf sé við Fjármálaeftirlitið. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, vill ekki tjá sig efnislega um leyfisveitinguna en segir hana hafa tekið tiltölulega langan tíma. Hann bendir á að ef Fjármálaeftirlitið hefði ætlað að synja umsókninni væri sennilega búið að gera það. Áður en leyfi til fjárfestingarbanka er veitt þurfa eigendur hans að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut og framkvæmdastjóri þarf að fara í hæfismat.