„Það er fullt af skriffinnsku hér í tengslum við skóla barnanna, en ekki eins mikið og í Þýskalandi og Danmörku. Mér finnst Frakkarnir einstaklega hrifnir af börnum, ekki eins og Þjóðverjarnir sem virðast hrifnastir af hundum. Frakkar eru líka kurteisir og fallega klæddir og ég hef einstaklega gaman að fylgjast með lekkerheitunum hér, sérstaklega eftir að hafa þurft að horfa upp á óyfirstíganlegan hallærisleika Þjóðverjanna í mörg ár," segir Svala Sigurðardóttir læknir og fjögurra barna móðir sem býr í París ásamt eiginmanni sínum Róberti Gunnarssyni handboltamanni og börnum.

Fjölskyldan hefur búið í Danmörku og Þýskalandi en Svala segist kunna best við sig í Frakklandi: „Ég hafði lítið komið til Frakklands áður en ég flutti hingað og aldrei til Parísar fyrr en í fyrra þegar ég kom hingað að leita að húsnæði. Mér fannst strax eins og ég ætti heima hérna. Ég get ekki útskýrt það en mér fannst bara dáldið eins og ég væri komin „heim“.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.