Hlutabréf í Icelandair seldust í dag fyrir 883 milljónir króna en gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði um 0,64%. Þá nam velta með bréf í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, 131 milljónum króna og hækkaði gengi bréfanna um 0,76%.

Mun minni velta var með bréf í öðrum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Náði veltan ekki yfir 50 milljónir í þeim tilfellum. Mest lækkun var á gengi bréfa í Reginn eða um 0,97%. Mesta hækkunin var aftur á móti í Fjarskiptum.

Þá varð skuldabréfamarkaðurinn rólegur í dag. Mesta veltan var með bréf í flokknum RB 22 en hún nam 853 milljónum og RB19 þar sem veltan nam 369 milljónum.