Sala Dagsbrúnar nam 4.887 milljónun króna og jókst um 43% á fyrsta ársfjórðungi 2006. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) nam 662 milljónum króna en var 727 milljónum króna á sama tímabili í fyrra.

Pro forma (miðast við sambærilegar einingar) söluaukning var 16%. Framlegð nam 1.768 milljónum og jókst um 406 milljónir, eða 30%.

Gjaldfærður einskiptiskostnaður vegna fjárfestingaverkefna var um 50 milljónir kr.

Neikvæð EBITDA áhrif vegna reksturs DV var um 50 milljónir á fyrsta ársfjórðungi og er þetta í fyrsta skipti sem Dagsbrún upplýsir afkomu einstakra miðla.

195 milljóna tap var eftir reiknaðan tekjuskatt á fyrsta ársfjórðungi samanborðið við 199 milljóna hagnað í fyrra.

Rekstur Securitas og Senu varð hluti af samstæðureikningi frá 1. febrúar 2006.

Fjármagnsgjöld námu 449 milljónum og jukust um 331 milljónir sem skýrist að mestu leyti af vegna gengistapi í erlendum lánum. Gengistap, að frádregnum gangvirðisbreytingum afleiðusamninga, er 210 milljónir.

Rekstur félagsins er á áætlun ef undan er skilið gengistap lána vegna veikari stöðu krónunnar.