Fjármálaráðherra Spánar vísar því á bug að ríkisstjórn landsins hafi leitað til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um aðstoð. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC í dag.

Sjóðurinn hefur, eins og þekkt er, komið fjölda Evrópuríkja til bjargar, þar á meðal Íslandi. Að auki hefur sjóðurinn lánað Grikkjum.

Orðrómur hefur á síðustu dögum verið uppi um að Spánn hafi leitað til Aþjóðagjaldeyrissjóðsins. Töluvert hefur gengið á í efnahagslífi á Spáni en bankinn Spania óskaði í vikunni eftir 19 milljarða viðbótarláni frá yfirvöldum. Deilt er um hvort yfirvöld komi til með að hafa efni á slíku láni.

Fjármálaráðherrann gaf þó lítið fyrir þessa orðróma en enn á eftir að skýrast hvernig Spánverjar leysa efnahagsvanda landsins.