„Það er dálítið erfitt að segja sögu eða starfsemi einhvers fyrirbæris sem er ekki til lengur og maður upplifði ekki sjálfur, eins og í mínu tilfelli,“ segir Heiðar Kári Rannversson, einn sýningarstjóra sýningar á Árbæjarsafni á vegum Nýlistasafnsins og Minjasafns Reykjavíkur í húsnæði sem eitt sinn hýsti framsækið gallerí við Suðurgötu 7.

Sýningin er lagskipt, saga hússins sem eitt sinn var við Suðurgötu 7 og er nú hluti af Árbæjarsafni. Frá tíunda áratugnum hefur það staðið sem minnisvarði um heimili hefðarfólks frá aldamótunum 1900 en húsið er líklega einna þekktast fyrir að hafa verið starfsstöð margvíslegra myndlistarmanna, tónlistarmanna, skálda og kvikmyndagerðarfólks sem rak þar gallerí frá árinu 1977 til ársins 1982.

Núna er húsið vettvangur nýrrar sýningar á vegum Nýlistasafnsins og Minjasafns Reykjavíkur sem var opnuð síðastliðinn föstudag í tilefni Listahátíðar þar sem átta ungir myndlistarmenn hafa komið fjölbreyttum verkum sínum fyrir í húsnæðinu. Upprunaleg sýning hússins á vegum Árbæjarsafnsins er ekki fjarlægð meðan á sýningunni stendur heldur er báðum sýningum í raun fléttað saman og útkoman er vægastsagt forvitnileg.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .