Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,08% í dag og endaði í 1,830 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 39,64%.

Í dag hækkaði mest gengi bréfa Icelandair, eða um 0,46% í 200 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa Regins hækkaði einnig um 0,52% í 76 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkaði gengi bréfa VÍS um 3,25% í aðeins 101 milljóna króna viðskiptum. Auk þess lækkaði gengi bréfa TM um 2,57% í 60 milljóna króna viðskiptum. Veðurstofa spáði fyrir um mikið óveður í dag og mögulegt er að fjárfestar bregðist við á þennan hátt í þeirri trú að tjónakostnaður tryggingafélaganna komi til með að aukast svo um muni.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 0,8 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 4,3 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 0,6 milljarða króna viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 4,6 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í 1,5 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,3% í 3,1 milljarða króna viðskiptum.