Már Guðmundsson
Már Guðmundsson
© BIG (VB MYND/BIG)
Ítrustu kröfur Seðlabanka Íslands (SÍ) í bú fallinna fjármálafyrirtækja nema samtals 829,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í formlegu svari SÍ við fyrirspurn Viðskiptablaðsins. Hæsta ítrasta krafan er í bú Kaupþings eða upp á 352,9 milljarða króna. Þá kemur krafa upp á 225,4 milljarða króna í bú Sparisjóðabanka Íslands þar á eftir. Krafa Seðlabankans í bú Landsbankans er upp á 101,1 milljarð króna, í bú Straums upp á 54,5 milljarða, SPRON upp á 48,9 milljarða, VBS 29,8 milljarða, Glitni upp á 9 milljarða og Aska Capital upp á 6,9 milljarða.