Um það bil 44 til rúmlega 45 prósent aðspurðra í könnun MMR (Markaðs- og miðlarannsókna) bera hvorki mikið né lítið traust til Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið.

Um 22,3% bera frekar mikið eða mjög mikið traust til SA og ASÍ og á bilinu 32 til rúmlega 33% bera frekar eða mjög lítið traust til samtakanna. Lítill munur er á viðhorfi fólks til SA og ASÍ.

Vilmundur Jósefsson, formaður SA, kveðst í samtali við Viðskiptablaðið ekki hafa neina skýringu á því hvers vegna fólk beri ekki meira traust til samtakanna en könnunin gefi til kynna.

„Ég tel að Samtök atvinnulífsins hafi verið málefnaleg í allri sinni vinnu og afstöðu,“ segir hann þegar blaðamaður greindi Vilmundi frá niðurstöðum könnunarinnar í gegnum síma í gær. Hann kveðst að sjálfsögðu taka niðurstöðunum alvarlega.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .