Eftir nokkurra ára vinnu er ný tilskipun evrópusambandsins um reikningsskil að líta dagsins ljós. Hún felur í sér breytingar á gildandi reglum sem geta haft töluverð áhrif á fyrirtæki og endurskoðendur.

Olivier Boutellis-Taft, framkvæmdastjóri Evrópusambands endurskoðenda, flutti erindi um reglurnar á reikningsskiladegi Félags löggiltra endurskoðenda á dögunum og ræddi við Viðskiptablaðið að því loknu. „Meginatriðið er að þegar þú þarft að ná ákveðnum markmiðum í ársreikningagerð í stað þess einfaldlega að fylgja reglum og stöðlum er erfiðara að leyna mikilvægum upplýsingum. Það er meiri sveigjanleiki sem fylgir þessari nálgun en í þeirri stífu reglufylgni sem ríkt hefur í endurskoðun til þessa. Reynsla síðustu ára hefur sýnt að það er hægt að fylgja reglum og stöðlum á blaði án þess að markmiðum reglnanna sé náð. Ef nálguninni er snúið á haus þá skiptir e.t.v. ekki öllu máli hvernig þú nærð markmiði reglnanna en aðalatriðið er að því sé náð.“

Þá segir hann að krafan um að fleiri upplýsingar en bara fjárhagslegar séu í ársskýrslum fyrirtækjanna, t.d. um umhverfismál og samfélagslega ábyrgð. Þessar upplýsingar þurfi að endurskoða líkt og þær fjárhagslegu og nýtt fólk með þessa þekkingu þurfi að koma að endurskoðuninni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskfrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.