Magnús Geir Þórðarson, nýbakaður útvarpsstjóri, komst heldur betur í fréttirnar í vikunni þegar greint var frá þeirri ákvörðun að auglýsa ætti stöður allra framkvæmdastjóra RÚV lausar til umsóknar. Hann er þó ekki óvanur sviðsljósinu, því fyrsta fréttin af honum í íslenskum prentmiðlum er frá því þegar hann var níu ára og barnaleikhúsið Tinna setti upp leikritið Keisarann sem Magnús hafði sjálfur samið.

Þessi mynd er tekin nokkrum árum síðar þegar verið var að setja leikritið Gúmmí-Tarzan í Gamanleikhúsinu, sem Magnús Geir stýrði þá fjórtán ára gamall. Myndin birtist í Vikunni þann 19. nóvember 1987.

Gamla myndin birtist í Viðskiptablaðinu 20. mars 2014. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .