Enn er stefnt að skráningu fasteignafélagsins Regins, dótturfélags Landsbankans, á hlutabréfamarkað. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir ljóst að það verði ekki skráð á markað á fyrsta ársfjórðungi þessa árs eins og stóð til. Hins vegar sé vinna að sk r á ning u í fullum gangi. Nú sé unnið við að klára að skipuleggja félagið á þann hátt að það verði góður og skýr fjárfestingarkostur. Reginn er eitt stærsta fasteignafélag landsins og á meðal annars Egilshöll og Eignarhaldsfélagið Smáralind. Nýverið tilkynnti bankinn að áform um skráningu eignarhaldsfélagsins Horns hafi breyst, en ekki hefur gengið eftir að skrá félagið á markað.