Unnur Halldórsdóttir á Hótel Hamri við Borgarnes hefur verið kosin nýr formaður Ferðamálasamtaka Íslands á aðalfundi samtakanna. Tekur hún við formennsku af Pétri Rafnssyni sem gegnt hefur þessu starfi síðastliðin 12 ár.

Með Unni í stjórn voru meðal annarra kosin Sigríður Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Landnámssetursins í Borgarnesi.

Unnur sem á og rekur Hótel Hamar ásamt Hirti Árnasyni manni sínum, rak meðal annars áður Shellstöðina í Borganesi og var einnig formaður samtakanna Heimilis og skóla um árabil. Unnur á því að baki langa reynslu bæði í ferðaþjónustu og félagsmálum.