Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hefur nú lækkað um 0,4% frá því að opnað var fyrir við viðskipti kl. 10 í morgun og stendur nú í 3.996 stigum.

Klukkan 10:45 fór Úrvalsvísitalan niður fyrir 4.000 stig en samkvæmt Markaðsvakt Mentis er þetta í fyrsta skipti frá því í maí árið 2005 sem Úrvalsvísitalan fer niður fyrir 4000 stig.

Þann 25. maí 2005 var gildi Úrvalsvísitölunnar við lok markaða 3995,5 stig og þann 26. mai, daginn eftir var gildið við lok markaða 3997,5 stig.

Þann 30. maí 2005 var gildi Úrvalsvísitölunnar við lok markaða 4005,8 stig og síðan þá hefur hún ekki farið niður fyrir 4.000 stigin.

Velta með hlutabréf í dag er um milljarður króna það sem af er degi.